Leiðbeinandi: Dr. Anna Magnea Hreinsdóttir
This qualitative interview research was conducted to discover parent's views and experiences with children's portfolios in the preschool Aðalborg. The aim of the research is to improve upon the application portfolios play in giving parents insight into the preschool curriculum and goals, and to participate in an active way in assessing their child's learning and wellbeing. Parents were asked if they could monitor and assess their children's learning and wellbeing through the portfolio entries and share their experiences looking at and contributing to the portfolios with their children. Findings of the study reveal the parents' joy and appreciation of the portfolios. The parents claimed the most important feature of the portfolios is their function as a narrative tool, which children can use to describe their preschool life to their parents and vice versa. Sjá kynninguna ->
Leiðbeinendur: Júlíana Tyrfingsdóttir og Dr. Arna H. Jónsdóttir
Markmið rannsóknarinnar var að kanna reynslu leikskólakennara af því að hefja störf sem deildarstjórar. Tekin voru viðtöl við átta leikskólakennara sem höfðu starfað sem deildarstjórar í eitt til þrjú ár. Stuðst var við hálf opinn viðtalsramma en í samtölunum var lögð áhersla á að skoða upplifun deildarstjóranna af upphafi deildarstjóraferilsins og hvernig nám þeirra og reynsla undirbjó þá fyrir starfið. Leitast var við að fá fram sjónarhorn deildarstjóranna á lærdómsferlið sem þeir fóru í gegnum á fyrstu tímabilum í starfinu. Deildarstjórarnir sem tóku þátt í rannsókninni sögðu starfsmannamál helstu áskorun sína og reynslu mikilvæga til að takast á við slík mál. Þeir upplifðu mikilvægan undirbúning fyrir deildarstjórastarfið bæði í námi sínu og af reynslunni en fannst erfiðast að takast á við aðstæður í fyrsta skipti. Þrátt fyrir að deildarstjórarnir hafi lítið rætt um lærdómssamfélag var ljóst að þeir lögðu áherslu á einkenni þess í starfi sínu og fannst mikilvægt að stjórnendur í skólum ynnu að uppbyggingu lærdómssamfélags. Sjá kynninguna ->
Leiðbeinandi: Dr. Friðgeir Börkur Hansen
Viðfangsefni þessarar ritgerðar er byggt á eigindlegri rannsókn á viðhorfum til trausts í skólastarfi. Gagnasöfnun byggðist á opnum einstaklingsviðtölum og rýnihópaviðtölum í þremur skólum á höfuðborgarsvæðinu. Gagna var aflað frá stjórnendum, kennurum og foreldrum. Niðurstöður rannsóknarinnar leiddu í ljós að viðmælendur töldu að traust væri undirstaða alls starfs í grunnskólum. Þá kom fram að persónuleg og heiðarleg samskipti væru mikilvæg forsenda þess að byggja upp traust. Einnig kom fram að fagleg vinnubrögð og gott upplýsingaflæði efldu traust. Að sama skapi verða erfiðleikar í skólastarfi ef traust brestur og samskiptavandi vex sem hefur áhrif á alla starfsemi. Sjá kynninguna ->
Leiðbeinendur: Dr. Svanborg R. Jónsdóttir og Dr. Hafdís Guðjónsdóttir
Tilgangurinn með þessari starfendarannsókn var að rýna í innleiðingu á þróunarverkefninu Austur-Vestur sköpunarsmiðjur sem var samstarfsverkefni þriggja skóla í Reykjavík. Markmið með rannsókninni var að skoða hvað einkenndi innleiðinguna og hvernig mitt hlutverk sem verkefnastjóri mótaðist í ferlinu í mínum skóla. Ég ákvað að gera starfendarannsókn til að styðja við breytingarferlið til að draga úr óvissuþáttum og tryggja varanleika breytinganna. Þannig gat ég haft bein áhrif innleiðingarferlið. Gögnin sem ég safnaði og greindi voru meðal annars færslur í rannsóknardagbók um hlutverk mitt og ígrundanir, samtöl við kennara og nemendur ásamt nótum og myndum úr vettvangsathugunum. Helstu niðurstöður rannsóknarinnar sýna mikilvægi forystunnar og heiltækrar nálgunar í þróunarverkefnum. Sjá kynninguna ->
Leiðbeinandi Dr. Anna Magnea Hreinsdóttir
Markmið þessarar rannsóknar er að skoða þann hóp ungs fólks sem velur að vinna tímabundið í leikskóla fljótlega eftir stúdentspróf. Rannsóknin var unnin með eigindlegum rannsóknaraðferðum þar sem tekin voru hálfopin viðtöl við níu unga einstaklinga sem starfa sem leiðbeinendur eða leiðbeinendur með stuðningi á fimm leikskólum á höfuðborgarsvæðinu. Við greininguna var notuð þemagreining til þess að vinna úr viðtölunum. Niðurstöðurnar sýna skýrt að áhrif foreldra á nám- og starfsval viðmælenda eru mikil og bendir allt til þess að þær skoðanir byggi mikið á hugmyndum um laun og mismikilvæg störf og menntun. Auk þessa spila fyrirmyndir stórt hlutverk í því að viðmælendur sjá ekki framtíðina í því að sækja í leikskólakennaranám og upplifun þeirra af leikskólaumhverfinu mótar einnig skoðanir þeirra og viðhorf. Sjá kynninguna ->
Leiðbeinandi: Dr. Svava Björg Mörk
Markmið rannsóknarinnar er að skoða styrkleika og veikleika lærdómssamfélaga fimm leikskóla á Suðurlandi, ásamt því að leita leiða til að styrkja þau enn frekar. Rannsóknin byggir á hálfopnum viðtölum við fimm leikskólastjóra og þrjá verkefnastjóra og skoðuð upplifun þeirra á þátttöku í þróunarverkefninu Snemmtæk íhlutun – mál og læsi. Gögnin voru þemagreind með það markmið að reynsla og upplifun þátttakenda kæmi fram í niðurstöðum. Helstu niðurstöður gefa vísbendingar um að lærdómssamfélög leikskólanna hafi styrkst við þátttöku í þróunarverkefninu. Sjá kynninguna ->
Leiðbeinandi: Dr. Guðrún Ragnarsdóttir
Leiðbeinandi: Dr. Sigríður Ólafsdóttir
Leiðbeinandi: Bryndís Jóna Jónsdóttir
Markmið þessarar eigindlegu rannsóknar er að skoða hvernig leikskóli á höfuðborgarsvæðinu innleiddi núvitund inn í daglegt starf ásamt því að skoða viðhorf starfsfólks um áhrif þess á velfarnað barnanna og þeirra sjálfra. Þátttakendur voru fjórir starfsmenn og tuttugu börn í leikskólanum. Niðurstöður sýna að til að innleiða núvitund markvisst inn í skólastarfi er mikilvægt að byrja á að kynna hana fyrir starfsfólkinu. Megin niðurstaðan rannsóknarinnar gefur til kynna að sé vel að innleiðingu núvitundar í leikskóla staðið þá geti hún haft jákvæð áhrif á velfarnað bæði starfsfólks og barna en frekari rannsókna er þörf á þessum vettvangi. Sjá kynninguna ->
Leiðbeinandi: Dr. Anna Magnea Hreinsdóttir
Rannsóknin er starfendarannsókn þar sem þátttakendur voru fjórir deildarstjórar í leikskóla á höfuðborgarsvæðinu. Gagnaöflun fólst í að hver deildarstjóri mætti í þrjú markþjálfunarsamtöl en auk þess var rýnt í fyrirliggjandi gögn í formi viðhorfskannana sem lagðar voru fyrir í leikskólanum. Niðurstöður benda til þess að markþjálfunarsamtöl séu mjög góð viðbót við hin hefðbundnu starfsmannasamtöl með annarri nálgun og ólíkri uppbyggingu. Þar fái starfsmaðurinn aukið vægi í persónulegri þróun sem og starfsþróun, stýri algjörlega för með umræðuefni og hvaða efnistök hann kjósi að einblína á hverju sinni. Sjá kynninguna ->
Leiðbeinandi: Dr. Sara Margrét Ólafsdóttir
Leiðbeinendur: Dr. Karen Rut Gísladóttir og Dr. Hafdís Guðjónsdóttir
Leiðbeinandi: Dr. Anna Magnea Hreinsdóttir
Leiðbeinandi: Dr. Ingibjörg Ósk Sigurðardóttir
Markmið þessarar rannsóknar er að varpa ljósi á þann stuðning sem leikskólastjórar telja sig þurfa, hver upplifun þeirra er af stuðningi frá sveitafélaginu, og hvaða stuðningur stendur þeim til boða. Eigindlegri rannsóknaraðferð var beitt við rannsóknina og voru tekin sjö viðtöl við leikskólastjóra, fjóra sem starfa á höfuðborgarsvæðinu og þrjá á landsbyggðinni. Leikskólastjórarnir eru með mis langa reynslu í starfi sem leikskólastjórar sem spannar frá einu ári til þrjátíu og níu ára. Niðurstöður sýna að leikskólastjórar á landsbyggðinni upplifa meiri stuðning frá sveitafélaginu heldur en þeir sem starfa á höfuðborgarsvæðinu. Niðurstöður rannsóknarinnar gefa mikilvægar vísbendingar um að skortur sé á stuðningi til leikskólastjóra innan höfuðborgarsvæðisins, en vel sé stutt við leikskólastjóra á landsbyggðinni. Því má draga þá ályktun að sveitafélög þurfa að auka stuðning til leikskólastjóra og sá stuðningur verði að vera fjölbreytilegur til þess að mæta mismunandi aðstæðum og áskorunum. Sjá kynninguna ->
Leiðbeinendur: Ingileif Ástvaldsdóttir og Dr. Kristján Ketill Stefánsson
Leiðbeinandi: Dr. Ingibjörg Ósk Sigurðardóttir
Markmið rannsóknarinnar er að kanna hvaða viðhorf leikskólakennarar hafa til félagsfærni barna ásamt því hvaða leiðir þeir nýta sér til þess að efla hana meðal barna. Leikskólakennarar hafa aðgang að mismunandi námsefni í leikskólum og hafa ólíka þekkingu og nálgun þegar kemur að námsefni. Því var skoðað með hvaða hætti leikskólakennarar styðja leikskólabörn í félagsfærni. Eigindleg rannsóknaraðferð var notuð til að vinna þessa rannsókn. Tekin voru einstaklingsviðtöl við sjö leikskólakennara á höfuðborgarsvæðinu. Niðurstöðurnar sýna að viðmælendur nýttu sína þekkingu til þess að efla félagsfærni í sínu starfi og voru börn hvött í ýmsum aðstæðum til þess að byggja upp frekari þekkingu meðal jafningja. Sjá kynninguna ->
Leiðbeinandi: Dr. Arngrímur Vídalín Stefánsson
Markmið þessa lokaverkefnis er að gera námsefni úr þjóðsögum til að efla málþroska barna og að þau öðlist dýpri skilning á íslenskri menningu. Með læsistengdri skynjun verða þjóðsögurnar sýnilegri fyrir börnin og þau öðlast meiri reynslu af atburðarásinni. Valdar voru átta sögur úr þjóðsagnasafni Jóns Árnasonar sem henta börnum á leikskólaaldri. Reynt var að velja lítt þekktar þjóðsögur frá mismunandi landshlutum sem fela í sér einhvern boðskap. Unnið var með hverja þjóðsögu í að minnsta kosti eina viku og hún sögð börnunum með leikrænum tilþrifum. Stuðst var við samræðulestur þar sem börnin voru hvött til að taka þátt í að segja söguna. Orðaspjallsaðferðin var notuð til að leggja inn orð. Stuðst var við heimspekilegar samræður til að velta fyrir sér boðskap sögunnar. Þær setningar í textanum sem vekja upp spurningar eru skáletraðar og dæmi um spurningar í heimspekikaflanum. Að lokum koma kveikjur að verkefnum sem sýna hvernig hægt er að vinna þjóðsögurnar út frá læsistengdri skynjun. Sjá kynninguna ->
Leiðbeinandi: Dr. Sara Margrét Ólafsdóttir
Markmið rannsóknarinnar er að leita svara við því hvernig leikskólakennari getur hlustað betur á raddir barna og fundið leiðir til að fylgja hugmyndum þeirra eftir. Rannsóknin er starfendarannsókn, þar sem notaðar voru fjölbreyttar aðferðir við gagnaöflun. Þau gögn sem rannsóknin byggir á eru rannsóknardagbók, vettvangsathugun, uppeldisfræðilegar skráningar og ljósmyndir. Rannsóknin var framkvæmd á deild í leikskóla sem rannsakandi hefur unnið á undanfarin tvö ár. Meginniðurstöður rannsóknarinnar leiddu í ljós að þær nálganir, sem leikskólakennarinn notaði í starfi með börnunum, höfðu áhrif á hvernig hann hlustaði á raddir þeirra. Þá bentu niðurstöðurnar einnig til þess að skipulagning námsumhverfis hafi áhrif á tækifæri barnanna til þess að koma hugmyndum sínum á framfæri. Sjá kynninguna ->
Leiðbeinandi: Dr. Súsanna Margrét Gestsdóttir
Leiðbeinandi: Dr. Sara Margrét Ólafsdóttir
Markmið þessarar rannsóknar er að varpa ljósi á reynslu foreldra af erlendum uppruna af þátttöku í leikskólastarfi. Notaðar voru blandaðar rannsóknaraðferðir þ.e. bæði megindlegar og eigindlegar. Megindleg netkönnun gaf ákveðna sýn á reynslu 40 foreldra af erlendum uppruna og leiddi til þróunar viðtalsramma sem veitti enn dýpri skilning á viðfangsefninu. Í framhaldinu voru tekin einstaklingsviðtöl við fimm foreldra sem hafa ólíkan bakgrunn og menningu. Niðurstöður rannsóknarinnar benda til þess að reynsla foreldra af erlendum uppruna af þátttöku í leikskólastarfi sé mismunandi og hafa menning einstaklinga, tungumálakunnátta og samfélagsleg staða áhrif þar á. Sjá kynninguna ->
Leiðbeinandi: Dr. Brynja E. Halldórsdóttir